logo

Um Þrist

Vélsmiðjan Þristur hf var stofnuð á Ísafirði. Þann 1 mars 1986.

Stofnendur voru hjónin Óli Reynir Ingimarsson og Bjarney Guðmundsdóttir ásamt fyrirtækjunum Hraðfrystihúsinu Norðurtanginn hf, og Íshúsfélagi Ísfirðinga.

Fyrirtækið var byggt upp á því að þjónusta sjávarútvegsfyrirtæki og útgerð, á Ísafirði og í nágrenni , Snerist reksturinn um nýsmíði úr ryðfríu stáli, svo sem fiskvinnslulínur, og önnur nýsmíði,viðgerðir og ásamt allri annari málmsmíði fyrir byggingarverktaka og einka aðila .
Fyrirtækið hefur vaxið vel og dafnað.

Árið 1994 var byggt við húsið og vélsmiðjan stækkuð ,ásamt því að opnuð var véla og verkfæra verslun undir sama þaki.
Árið 1999 eignuðust Óli og Bjarney allt fyrirtækið ,og breyttu þau því þá í einkahlutafélag.

Í ágúst árið 2004 stækkaði fyrirtækið enn og opnuð var verslun uppi í Silfurgötu 5.
Þar er verslað með heimilstæki stór sem smá, auk mikils úrvals af ljósum og miklu úrvali af gjafavöru og gerviblómum.

Það var mikið í gangi á árinu 2006, því að þá var ráðist í að kaupa húsnæði Sjallans, sem er við Hafnarstræti 12 á Ísafirði.

Allt var rifið innan úr því húsnæði og það gert fokhelt. Framhliðinni var breytt, nýjir gluggar og hurð ásamt því að gólfið var fært niður í götuhæð.

Hönnuðir að breytingum ásamt innréttingum var hjá fjölskyldunni.

Opnað var 3 nóvember 2006.

Í dag verslum við með heimilstæki stór og smá, sjónvörp, hljómflutningstæki, ljós ásamt breiðri línu af gjafavöru frá Home art, Zone, Rosendahl, Georg Jensen og fl.